Á 2 mánuðum..


Í dag eru tveir mánuður síðan hún mamma mín lést. Enn er þetta óraunverulegt og enn er ég stundum að stefna á heimsókn til hennar og pabba.

Það lærði ég af fereldrum mínum að maður stendur með sínum. Sama hvað gerist þá ert þú hluti af heild og þegar eitthvað bjátar á þá stígur fjölskyldan upp og styður við bakið á manni. Hann pabbi minn sýndi mér, í gegnum veikindi mömmu, hvernig maður ég vill vera og hvernig maki ég vill vera. Öll gengum við í gegnum tímabil sem við kunnum ekki á. Við systkinin misstum mömmu okkar, börnin okkar ömmu sína og hann pabbi missti konuna sína og lífsförunaut sem hafði fylgt honum nánast alla hans ævi. Mér fannst svo fallegt að horfa á fjölskyldu systur minnar vinna saman úr sorginni. Ég bæði dáðist að og öfundaði það mynstur sem þau höfðu. Öll stóðu þau í kringum Hafrúnu Lilju sem skildi aðstæðurnar voðalega illa, eldri börnin studdu hvort annað, Sólrún vakti yfir þeim og fékk alla þá ást til baka, eins og börnum hennar er einum gefið og Þorgils beið með útbreiddan faðminn þegar þess þurfti.

Maður myndi telja að þetta væri rosalega "basic" og ætti í rauninni að vera sjálfgefið. Einhverstaðar á lífsleiðinni hef ég safnað upp neikvæðu karma sem beit fast í rahúið á mér á þeirri stundu sem móðir mín lést. Því þetta sem átti að vera svo "basic" varð svo fjarlægt að ég er ekki enn farinn að trúa því.

Síðustu tveir mánuðir hafa verið allt annað en góðir. Í raun bara hreinn viðbjóður. Á móti kemur að í dag finnst mér ég það sterkur að enginn geti brotið mig, sem er náttúrulega helvítis vitleysa. En það dæmir mann enginn harðar en maður sjálfur og fyrir utan það er samfélagið fullt af fólki sem er boðið og búið til að brjóta þig niður. Til hvers að veita þeim aðstoð?

Ég hef í mörg ár unnið að því að gera mig að þeim manni sem ég vill vera. Nú hefur hann pabbi minn sýnt mér að ég er ekki hálfnaður í að vera sá maður sem hann er...Þvílíkur nagli! Ef ég hefði haft manneskju mér við hlið, líka honum, þegar mamma dó þá væri ég í ágætismálum í dag. Svo var þó ekki. Minn maki fann það út á dánarbeði móður minnar að við áttum ekki skap saman. Frá því að mamma dó hef ég þurft að umbylta öllu öðru í lífi mínu, verið án heimilis og þurft að kljást við ýmislegt sem ég hef ekki þurft að kljást við áður. Það að missa mömmu, sambýliskonuna og heimilið á sama tíma var eitthvað sem ég bjóst ekki við að þurfa að eiga við á sama tíma. Ég ætla þó ekki að segja að móðurmissirinn hafi einhvern sérstakan tilgang. Hann er og verður sár og á að vera þannig. Hitt aftur á móti, eins og svo margt annað í lífinu, endaði á að vera ljúfsár lexía.

Það hvar fólk er statt í lífinu er algerlega óháð aldri. Börnin mín þrjú, pabbi og systur mínar tvær eru ómetanlegar. Traustir vinir klikka ekki. Fjárhagstaðan gæti jú verið betri, er þó samt að fara að kasta fram summu til að staðgreiða fermingu sonar míns í næsta mánuði. Íbúðin kemur fyrsta mai og er hin glæsilegasta. Kattarhárin eru að mestu farin úr fatnaðinum mínum og barnanna, ég hef ekki stigið í kattaælu í góðan tíma og ekki fengið gagnrýni fyrir að missa gleðina vegna mömmu í góðan tíma. Ég hef ekki orðið einmanna, með aðra manneskju mér við hlið, í góðan tíma.. Ég hef aftur á móti brugðist mömmu með því að láta önnur vandamál skyggja á minningu hennar. Af hverju byrjaði ég á því að tala um að staða í lífinu sé óháð aldri? Jú af því að ég hef fengið áminningu fyrir því undanfarnar tvær vikur.

Í afmæli fyrir rúmum 2 vikum síðan sá ég um að taka myndir. Afmælisbarnið hef ég ekki þekkt lengi og bauðst því til að láta afmælisgjöfina vera að hún fengi fullt af myndum af gleðskapnum. Sjálfur var ég nýfluttur út eftir sambúðarslitin og kominn með skelina upp, baunaði fólki í burtu og bauð ekki upp á mikil samskipti...í það minnsta ekki jákvæð samskipti. Þegar á leið kvöld gekk á mig ung manneskja og tilkynnti mér að ég væri ekki þetta fífl sem ég væri að leika. Það væri bæði sársauki og góðmennska í augunum á mér. Það hvernig ég hefði talað um börnin mín hefði líka komið upp um mig. Þá sjaldan ég verð kjaftstopp en þarna varð ég það. Þar sem þessi manneskja er svo ung bægði ég skoðunum hennar í burtu, enda væru ekki miklar líkur á að eitthvað vitrænt kæmi frá "krakkanum" Þar sem ég var samt kjaftstopp þá hafði ég ekki um margt annað að velja en þegja og hlusta. Stundum er allt sem maður getur boðið upp á, að sitja og hlusta. Stundum er það allt sem er beðið um af þér. Ef þú getur ekki boðið upp á það þá hefur þú ekki mikið að bjóða. Ég hef þurft að taka hrokann minn og leggja hann til hliðar og sætta mig við það að þrátt fyrir mikla lífsreynslu þá get ég þegið ráð og aðstoð frá mun yngri manneskjum. Að hafa gott eyra sér við hlið þegar margt liggur á manni getur líka verið ómetanlegt, svo ég tali nú ekki um ef að úr munni sama höfuðs koma svo orð sem gera hlutina réttari og betri. Að leggja stoltið mitt til hliðar, þegja, hlusta og einnig tala hefur verið mér góður lærdómur síðustu vikur.
Síðustu tvær vikur hef ég tileinkað mömmu. Ég hef gert allt sem ég hef getað til að heiðra minningu hennar og síðustu tvær vikur hefur verið svo góður stígandi í mínu lífi. Takk fyrir áminninguna mamma mín og hvíldu í friði. Ég veit þú átt eftir að ýta við mér aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar

Höfundur

Óskar
Óskar

38 ára gutti. Faðir þriggja fallegra barna, sonur, bróðir og eflaust eitthvað fleira sem hægt er að klína á mig

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...dscn0840
  • Tríoið mitt
  • ...img_5865
  • Ofsalega ertu skrítinn pabbi
  • IMG_6087

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 567

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband