Óskar..nú þarft þú bara að...

Eitt af því sem er svo skondið við að vera ég er að ég er með einstaklega mikla tjáningarþörf. Margir nota önnur orð yfir hana, fáranlega mikil, óþarflega mikil. Aðrir segja að sumu eigi ég að halda út af fyrir mig. Ég hef fengið, og fæ reglulega, pílur fyrir skrif mín á þessu bloggi. Ég hef skrifað of opið um andlát mömmu, og misst smá pung þar. Ég hef skrifað of mikið um sambandsslitin sem komu í kjölfarið og farið út fyrir friðhelgi sambandsins, og ég hef farið yfir strikið í skrifum mínum um forræðismálið sem er í gangi og vandræðin sem voru undanfari af þeim. Ég vissi alltaf að ég myndi fá viðbrögð, góð og slæm. Ég vissi að margir myndu dæma mig út frá skrifum mínum og bjóst ekki við öðru.

Það sem ég bjóst aldrei við er hve margir hafa sagst þekkja mig og vita margt um mig sem ekki stendur þarna. Fólk les á milli línanna og sér nákvæmlega hvað ég þarf og getur ráðlagt mér hvað varðar flest í mínu lífi. Það eru yfir 10 aðilar sem hafa boðið fram aðstoð sína. Sumir af heilum hug og fallegri hugsun. Finnst ég hafa gengið í gegnum nóg á þessu ári og eigi að passa mér. Margir segja að nú sé komið það stig í mínu lífi að ég á að vera einn. Ef ég ætli að eiga samskipti við konur þá á ég bara að vera að leika mér „play it“. Aðrir segja. Finndu þér bara eina sæta með skuldbindingafælni og hittu hana bara reglulega. Fleiri eru ráðin en sum varla prenthæf.

Það sem er skondið er að flestir eru að koma með ráð um það hvernig ég geti verðið mér úti um kynlíf án þess að tengjast konunum of mikið. Þetta er klárlega málið í dag á meðan þú ert að jafna þig á hvers kyns hlutum. Sérstaklega sambandsslitum. Ég segi bara fyrir mitt leiti að það að hoppa upp í rúm með einhverri til að klára sig af er ekki lækning við neinni sálarangist, vanlíðan eða erfiðleikum. Þvert á móti nota margir kynlíf sem deyfilyf á sársaukan. Ég veit ekki hvort að ég eigi að taka vin min alvarlega sem talar alltaf um að andlitið á mér líti út eins og rassgatið á mér og því séu allir að hafa áhyggjur af því að ég fái ekki kynlíf eða hvort að fólk sé bara að reyna að koma með ráð við einhverju sem það hefur ekki lausn á.
Það sem fáir virðast sjá, og átta sig á, er að í dag er ég á góðum stað í lífinu. Ég er heilbrigður „ungur“ maður sem á þrjú yndisleg og falleg börn, yndislegt heimili, frábæra vini, föður sem styrkir mig og styður í gegnum hvað sem er og yndislegar minningar um móður mína. Síðustu mánuði hef ég tekið nokkuð vel á því sem ég hef þurft að taka á og í dag er ég kominn á fullt í að fullkomna mína stöðu og gera hana eins og ég vill hafa hana. Víkingaþrekið, sjósundið, línuskautarnir, hjólið og hot yoga bíða. Klambratúnið verið notað óspart enda margir búnir að bjóða sig fram að koma út að leika og fleira og fleira. Síðasta sem ég hef áhyggjur af í dag er hvort ég eigi möguleika á að ná mér í kynlíf, hjásvæfu, kærustu, konu. Svoleiðis hlutir gerast þegar þeir gerast og hvort sem öðrum finnst það tímabært..þá gerist það sem mér finnst tímabært þegar það gerist. Ég aftur á móti geri hlutina á allt öðrum forsendum en ég hef gert þá áður...Veð ekki bara áfram sem hopless romantic og vona það besta.

Ég þekki marga á mínum aldri sem eru single. Margir eru það af því þeir vilja það. Aðrir hafa svipast um eftir ástinni lengi. Sumir eru að jafna sig eftir sambandsslit og aðrir hafa einfaldlega misst trú á hinu kyninu (eða sama) og leggja ekki í enn eitt vonlítið ferðalagið sem endar hvort eð er með sársauka og vonbrigðum. Mín skoðun á af hverju sambönd ganga svo oft illa upp er að heiðarleikann skortir oft frá upphafi. Oft heiðarleikann við sjálfan sig. Fólk er að fara út í sambönd óháð því hvort það sé tilbúið í það og notar svo fyrstu undankomuleið sem býðst þegar hlutirnir verða óþægilegir, svo þegar út í kjötheiminn er komið aftur á fólk oft til að finna fyrir einamanaleikanum og vilja þá reyna aftur.

Grasið virðist mörgum svo miklu grænna hinum megin. Svo þegar þú ert búinn að berjast yfir á hinn bakkann sérð þú allt í einu svo greinilega að svo er ekki. Þú sérð hvar þú klikkaðir og að þú ert líklegast búinn að klúðra þínu. Þá er það oft of seint.

Það hefur ekkert breyst að ég er hopless romantic. Mér finnst svo gott að vera kolfallinn fyrir konu og enn betra að hafa hana alltaf inni á heimilinu hjá mér. Það er gott að eiga félaga og vin sem maður getur deilt lífinu með, stutt, og fengið stuðning frá þegar þess er þörf. Fyrir mér er miklu skemmtilegra að fara að skemmta mér og koma heim til konunnar en að koma heim með konu sem ég man svo kannski ekki nafnið á daginn eftir. Kannski verður það einhvern tíman þannig hjá mér og jafnvel næ ég að hlekkja einhverja til framtíðar. Það eru þó ekki áhyggjuefni fyrir mig í dag, frekar en hvort ég, rasshausinn, eigi möguleika á að fá kynlíf. Áhyggjuefnin hjá mér í dag snúast nefnilega um mig fyrst og svo börnin mín.

Á fertugs aldrinum verðum maður nefnilega svo var við það að maður er að eldast. Maður er lengur að jafna sig eftir átök og það er erfiðara að gera hluti sem maður gerði auðveldlega áður. Maður er mynntur svo áþreyfanlega á að nú þarf maður að hugsa um heilsuna, bæði líkamlega og andlega og þannig get ég sinnt sjálfum mér og börnunum betur. Ég hlakka svo til að takast á við verkefni næstu mánaða og sjá árangur þess erfiðis sem hefur farið í síðustu mánuði.. Lífið er ljúft!

En ég þakka innilega fyrir ráðin, sem öll hafa verið góð, bara sum ekki fyrir mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar

Höfundur

Óskar
Óskar

38 ára gutti. Faðir þriggja fallegra barna, sonur, bróðir og eflaust eitthvað fleira sem hægt er að klína á mig

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...dscn0840
  • Tríoið mitt
  • ...img_5865
  • Ofsalega ertu skrítinn pabbi
  • IMG_6087

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband