9.5.2012 | 13:35
Að vera karlmaður á stefnumóti...
Ég á nokkuð margar vinkonur. Sumar þeirra eru einhleypar, aðrar í sambandi og sumar âdatingâ. Hver sem sambandsstaða þeirra er í dag þá hafa þær allar farið einhverntíman á stefnumót og hef ég heyrt sögur frá ansi mörgum þeirra um hvernig þau stefnumót hafa farið.
Ástæðan fyrir að ég er að skrifa um þetta er að mér finnst þessi staða fyndin..Þe. að vera karlmaður á stefnumóti í dag. Ég er jafnvel meira að skrifa þetta í gríni en alvöru...en samt ;). Ég veit ekki hvort margir hafi hlustað á jafn margar konur lýsa yfir vanþóknun sinni á karlmönnum sem þær hafa farið á stefnumót. Það er samt mjög sjaldan sem ég hef heyrt nokkuð rangt af því sem mennirnir hafa gert á þessum stefnumótum. Þeirra hugsun var bara ekki samkvæm þeim stöðlum sem konan var búin að setja sér varðandi stefnumótið. Hvað má, hvað má ekki. Hvað á og hvað á ekki...hvað sleppur...Margar konur eru með þetta algerlega á hreinu. Þetta á karlmaður að gera á stefnumóti, framkvæma það þarna og á þennan máta. Það er eðlilegt að konan setji sér standarda fyrir manninn sem hún er að leggja próf á til að meta hvort hann sé vænlegur til frekari samskipta, og jafnvel undaneldis!
Að vera íslenskur karlmaður á stefnumóti er góð skemmtun..ef þú áttar þig á stöðunni. Svo lengi sem þú áttar þig á því að þú verður að hætta að giska á hvaða týpa þetta er sem þú ert á stefnumóti með. Margar konur leggja nefnilega fyrir þig próf á stefnimóti. Konur eru meistarar âtrick questionsâ Þær spyrja þig spurningar sem þú átt ca 3% líkur á að svara rétt. Ég hef hlustað á vinkonu lýsa stefnumóti sem hljómaði rosalega gott. Maðurinn var myndarlegur og kröftugur maður. Líkamsburðir hans voru henni að skapi og hann talaði mikið um börnin sín á stefnumótinu. Hann var jákvæður á lífið og tilveruna en hann klikkaði á einum hlut...sem gerði það að verkum að honum var sópað út af borðinu sem candidat í deit no 2. Þegar þau komu að kassanum eftir að hafa fengið sér að borða þá spurði hann ekki, heldur rétti bara kortið. Afgreiðslustúlkan gerði ráð fyrir því að þau væru par og renndi kortinu hans í gegn og hann greiddi því fyrir bæði. Þetta fannst minni algert turnoff og fannst hann vera hálfgerð karlremba. Hann kyssti hana svo á kinnina og þakkaði fyrir frábært deit...Hún svaraði honum svo ekki aftur eftir það.
Þar sem ég þekki aðeins til þessa manns sem var á stefnumótinu þá spurði ég hann einu sinni í forvitni um hvernig þetta hefði verið. Hann sagði að hann hefði verið heillaður af vinkonu minni og hún hefði verið rosalega skemmtileg. Hann skildi samt ekki hvað hefði klikkað því hún hefði virkað rosalega spennt. Hann sagðist mest svekktur yfir því að hann hefði verið fjandi blankur þarna og þegar hann rétti afgreiðslustúlkunni kortið sitt þá hefði hún rukkað hann um málsverð þeirra beggja. Ég borðaði núðlur tvo daga í röð eftir þetta af því afgreiðslukonan var svona snögg...og vinkona þín sagði ekki einu sinni takk Óskar!! Ég baðst afsökunar fyrir hönd vinkonunnar...En sagði henni þó ekki réttu útgáfu stefnumótsins og hve illa hún hefði klúðrað þessu. Það sem ég hef séð á vinkonum mínum, sumum hverjum, er að þær gleyma því stundum að þær þurfa að standast fleiri kröfur en að hafa frítt andlit og vera kvenkyns.
Þegar kemur að þvi að greiða fyrir stefnumót þá er rosalega misjafnt hvernig konur sjá hlutina. Sumar vilja fá að greiða sinn hluta, aðrar vilja âherramannâ sem býður þeim upp á veitingarnar, Sumar vilja einnig fá að bjóða manni...Alveg krefjast þess. Konur eru jafn mismunandi og þær eru margar en það sem mér finnst mjög sérstakt með fólk í dag sem fer á stefnumót og líkar flest það vel sem það sér en gengur í burtu vegna smáhluta. Ég get ekki talið mig hæfan til að meta manneskju 100% yfir kaffibolla..hvort sem það er hálftími eða klukkutími. Ég þekki ekki aðstæður ákvarðana sem eru teknar og ég sé hlutina eflaust allt öðruvísi en hinn aðilinn. En það er líka annað sem getur komið inn í þessa hluti.
Hvað ef að þér er boðið á stefnumót og þú ert verulega spennt/ur. Tímasetningin er samt slæm og þú ert ekki með jafn mikið á milli handanna eins og vanalega. Þegar stefnumótinu lýkur er það ljóst að það er ætlast til að þú greiðir fyrir stefnumótið. Þú veist að það er lokaprófið og það hvort að þú færð annan séns eða ekki hangir hugsanlega á þessari ákvörðun sem þú ert að fara að taka. Það eru eflaust nokkrar mismunandi aðferðir til að taka á þessu âvandamáliâ Ég held samt að flestir geti verið sammála um að ef að þetta er það sem lokar á framhald þá sé langbest að segja bara að maður sé fjandi blankur í augnablikinu og spyrja hvort það eigi ekki bara að splitta reikningnum. Ef að það er vandamál, þá ert þú laus við framtíðarvandamál.
Um bloggið
Óskar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.