Kynfæri kvenna...

Þar til fyrir stuttu síðan hélt ég að kynfæri kvenna, hér eftir kallað vagínan væri sérlegt áhugamál okkar gagnkynhneigðra karlmanna og jú, kvenna er hneigjast að sínu kyni. Sem gagnkynhneigður maður hef ég jafnan sýnt þessu líffæri kvenna nokkurn áhuga, og jú einstaka öðrum líffærum og hlutum kvenmannsins líka að sjálfsögðu, en undanfarið hef ég komist að því að áhugi minn á vagínum virðist ekki nánda nærri jafn mikill og áhugi kvennana sjálfra á sínum kynfærum. Þetta hefur valdið mér miklum hugarangri enda hef ég ávallt talið mig framarlega í hópi aðdáenda. Síðustu mánuði hef ég aftur á móti lesið pistil eftir pistil eftir konur þar sem þær skrifa um vagínuna sína, og annara kvenna. Þær skrifa um álit sitt á áliti annara, almenningsálitinu (sem almenningur kannast oft ekki við), og þeim kröfum sem karlmenn gera á útlit, hirðingu og jafnvel þvermál þessara mögnuðu ganga sem okkur þykir svo mörgum eftirsóknarvert að kíkja í endrum og eins.

Sumir þessara pistla eru til fræðslu, aðrir gegn fordómum, aðrir skrifaðir af hreinum pirringi og enn fleiri skrifaðir vegna meintra fordóma og krafna samfélagsins til útlits kvenna og ekki síst þeirra allra heilagasta. Karlmenn eiga að gera kröfu á að ekki sé stingandi strá í nokkurri nálægð (eflaust gera það margir), barmarnir eiga að vera nákvæmlega á einhvern veg (sem ég veit ekki hver er) og þröng skal hún vera ásamt því að rakastig skal alltaf vera viðunandi og nægilegt til að tryggja skjótan aðgang! Eðlilega hefur hver sitt álit á því og hver sína skoðun. Ég er ekki að skrifa þetta til að koma minni á framfæri heldur var það annað sem ég var að hugsa þegar mig fór að langa að skrifa þetta.

Hvað sem öllum þessum pistlum líður og hve duglegar konur eru að skoða sína vinkonu, spegla hana og tjá sig um hana þá er það stundum skondið að hlusta á þessar umræður og lesa þessar greinar. Ég man ekki til þess að hafa séð karlmann skrifa um tittlinginn á sér, fordóma samfélagsins gegn smæð hans, stærðar, hve boginn hann er, hve stór kóngurinn er, hve illa konunni gengur að koma honum upp eða þá kröfu sem margar konur eru komnar með um snyrtingu á þessu svæði karla. Kannski ég ætti að fara að skrifa um þessi vandamál? Ég held það yrði í senn horft á mig með samúð og fyrirlitningu, enda hálf kjánalegt umræðuefni er það ekki?

Það hvernig kona er snyrt er eðlilega hennar mál. Annað útlit kemur frá náttúrunnar hendi og það er auðvitað misjafn hvað hverjum líkar. Ég elska aftur á móti að rökræða um hlutverk kynjana hér og þar og langar því að koma með nokkra punkta, reyndar setta fram meira í húmor en alvöru en í þeim er samt smá sannleikskorn. Ok..þetta er að mestu skrifað í fullri hreinskilni!

Að vera karlmaður í dag er frábært. Þeir tímar sem eru í dag eru þannig að ef maður fer í verslunarmiðstöð þá er nokkurs konar happy hour Gullfallegar konur ganga þar um og útsýnið er yndislegt. Skv. Sumum konum eru þessar konur svona vel til hafðar af því að við gerum kröfu á það..ekki af því þær hafa sig til fyrir sig. Konur eru meðvitaðri um það nú, en fyrir tíu árum að þær eru ábyrgar fyrir því líka hvað þær fá út úr lífinu og eru sem betur fer farnar að berjast fyrir því, tja í það minnsta biðja um það. Konur vilja sjálfstæðið sem þær verðskulda, virðinguna sem þær verðskulda og vera metnar fyrir það sem þær eru. (sumar átta sig ekki á því að þær verðskulda það líka þótt þeim líki það ekki). Þetta gildir um flest allt..þar á meðal kynlífið ....eða hvað?

Frásagnirnar eftir kynlíf eru oft skondnar. Ekki fyrir löngu síðan hlustaði ég á dömu tala um hve lélegur bólfélaginn hefði verið. Hún hafði hringt í hann heiman frá sér um miðja nótt þegar náttúran sagði til sín. Þau höfðu aldrei verið saman og hann var á skrallinu. Hún spurði drenginn hvort hann vildi ekki koma og " enter her pleasure tunnels ". Drengurinn að sjálfsögðu lét vaða á það. Hennar viðbrögð daginn eftir voru að gersamlega taka hann af lífi við vinkonu sína, fyrir framan mig. Framheilaskaðinn ég varð náttúrulega að spyrja. Þú stóðst þig samt rosalega vel er það ekki?....Ha? Forviða af undrun horfir hún á mig..Hvað meinar þú? Ég meina...Stóðst þú þig ekki vel...meina þú hlýtur að hafa performað rosalega vel fyrst þú getur skotið hann niður? Stúlkan vissi að ég kannast við strákinn og gæti hæglega spurt hann út í hennar frammistöðu ef út í það væri farið. Hún viðurkenndi að hafa nú ekki sýnt stórleik þrátt fyrir að láta stór orð falla í hans garð varðandi hans frammistöðu.

Þetta er rosalega algengt viðhorf hjá konum. They are to be served in bed! Ef að kynlífið er ekki gott þá er það af því að karlmaðurinn stendur sig ekki. Athugið. Ég segi algengt viðhorf. Þetta er ekki alhæfing. Langt því frá...En kryfjum þetta aðeins nánar.

Drengur og stúlka sýna hvoru öðru áhuga og ákveða að hleypa á skeið og skunda á skeiðvöllinn. Þau byrja að láta vel að hvoru öðru en eitthvað klikkar. Konan nær ekki nauðsynlegu rakastigi, eða hann nær honum ekki upp, konan fær ekki fullnæginguna sem hún sóttist eftir eða hann gerði hlutina ekki rétt. Hún rekur kannski tennur í félagann og hann missir allt " loft “ . Eða þá að hann getur bara ekki klárað sjálfur...Þetta gerist eflaust oft og það sem ég var að hugsa um er hver útkoman er þegar þau fara að kryfja hlutina í sitt hvoru lagi. Ég byrja á því að fara yfir hvernig hann myndi hugsanlega túlka þetta.

Drengurinn: Líklegt er að þetta snerti sjálfstraustið hjá drengnum enda þykir það niðurlægjandi að ná ekki vininum upp. Verra er jafnvel að ná ekki að bleyta konuna og skelfilegt er að að fullnægja ekki konunni þegar hún býst við að ná þeim hæðum. Líklegt er að hann segi söguna ekki nákvæmlega eins og hlutirnir fóru fram, ef hann tjáir sig um atburðinn yfir höfuð. Þetta gerist og getur verið vandræðalegt. Hann horfir svo á hlutina að þetta sé honum að kenna. Hann hafi klikkað og hann fær væntanlega ekki færi á að gera betur. Karlmenn nálgast þessa umræðu oftast með spurningum eins og. Hvernig var að setja í þessa? Nálgun á frekar ópersónulegan og töffaralegan hátt.

Stúlkan: Allar líkur eru á því, miðað við það sem ég hef hlustað á frá vinkonum ofl, að stúlkunni finnist hún illa svikin. Hún horfir á drenginn vonsvikin og finnst hann hafa algerlega brugðist. Að hann nái honum ekki upp, eða hann náði ekki einu sinni að bleyta hana...Eða hann endaði á að vera á fullu í lengri tíma án þess að svo mikið að fá það. Ótal sinnum hef ég heyrt kvenfólk afhausa karlmenn á þennan hátt fyrir framan vinkonur sínar, og aðra karlmenn. Meira að segja hef ég hlustað á konur tala svona um og við sína eigin menn. Þarna ætla ég ekki einu sinni að ræða þá karlmenn sem eru taldir með lítil typpi. Ég kann ekki að telja það hátt að ég geti farið með töluna um hve oft ég hef hlustað á kvenfólk gera grín að limastærð karla. (oftast um þig þá?? Hugsa eflaust einhverjir...Hver veit :)) Það fer inn í tilkynningaskilduna með öllu hinu, burtséð frá frammistöðu að öðru leiti. Vinkonurnar spyrja frekar út í hvernig hann var í rúminu og hvort hann hafi verið með viðunandi litla bróður en hvort kynlífið hafi verið gott í heildina.

Bottom line. Ef að drengurinn nær félaganum ekki upp þá er hann að klikka. Ef að hann nær ekki fullnægingu..þá er það af því eitthvað er að hjá honum. Ef hann nær ekki að bleyta konuna..þá er það af því hann er ekki að gera hlutina rétt. Ef að hann nær ekki að fullnægja konunni...þá er það af því að ..jú..hann er að klikka. Þegar drengurinn fer upp í rúm með stúlkunni veit hann að hann er ábyrgur fyrir því hver útkoman er og það er ekki bara sú stund sem er undir. Það er oft mannorðið líka.

Á meðan konur skrifa villt og galið um vagínur sínar og útlista fyrir umheiminum hve illa samfélaginu er að takast að takast á við og vinna úr þeim upplýsingum sem þær hrópa til okkar að þá eru karlmennirnir þöglir að mestu. Þeir skrifa ekki, né tala um typpið á sér enda þykir það frekar asnalegt. Þeir taka því þegjandi að mýtan í samfélaginu segir okkur að við karlmenn berum ábyrgð á að fullnægja okkur og konunum sem við stundum kynlíf með. Mér finnst þetta skemmtilegt og spennandi challenge svo lengi sem konan liggur ekki og bíður eftir refsingunni á meðan. En fyrir suma, sem eru ekki jafn uppfullir af sjálfum sér eins og ég er þetta ekki jafn jákvætt. Það sækjast allir eftir góðu kynlífi. Í mínum draumaheimi væru hlutirnir þannig að báðir aðilar horfðu sér nær og þannig myndu ótrúlegir hlutir geta farið af stað, burtséð frá lafandi skapabörmum, misrökuðum vagínum og stressuðum skaufum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar

Höfundur

Óskar
Óskar

38 ára gutti. Faðir þriggja fallegra barna, sonur, bróðir og eflaust eitthvað fleira sem hægt er að klína á mig

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...dscn0840
  • Tríoið mitt
  • ...img_5865
  • Ofsalega ertu skrítinn pabbi
  • IMG_6087

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband