Maðurinn ákvarðar en guð ræður

Mér finnst eins og það séu margir mánuðir síðan 21. Janúar var. Þann dag kvaddi hún móðir mín. Það tók mig nokkra daga að átta mig á því að ég væri ekki illur þótt ég finndi fyrir létti. Léttirinn var ekki yfir því að hún væri látin. Léttirinn var vegna þess að nú þyrftum við ekki lengur að hafa áhyggjur af þessari sterku konu. Þó svo að hún bæri sig oftast vel, og risi upp úr ótrúlegustu raunum þá þurfti hún að ganga í gegnum svo rosalegan sársauka að enginn sem ekki hefur gengið í gegnum þetta getur ímyndað sér það. Léttirinn kom af því að nú var komin vissa í stað óvissu. Það óhjákvæmlega gerðist og hún kvaddi og áhyggjurnar yfir því hvenær hún myndi látast voru farnar. Þetta eru allt rosalega furðulegar og framandi hugsanir sem hafa verið í kollinum á mér og nú er komin smá ljósglæra í kollinn á mér aftur. Ég tók margar ákvarðanir á þessum stundum.

Síðan 21. Janúar hefur þó svo margt annað gerst sem mig grunaði ekki og er algerlega ótengt andláti móður minnar. Á 25 dögum hefur farið fram ótrúleg barátta við að halda höfðinu upp úr vatninu. Það er þó ekki það sem ég er að fara að skrifa um. Enda hafði það ekkert að gera með mínar ákvarðanir

Þeir segja að þegar á reynir, komi í ljós hverja maður getur treyst á. Hverjir eru raunverulegir vinir manns. Mér skilst að þá skilji vinir manns sig frá kunningjum, félögum og öðrum sem maður umgengst einnig. Á sama tíma og ég var að missa alla þá tilveru sem ég þekki út úr höndunum á mér komst ég að því að ég er moldríkur af góðu fólki í kringum mig.
Einhvern veginn þá er það sem betur fer oftast þannig að hlutirnir bjargast á endanum. Oft gerist það með því að vinir stígi upp og rétti mann af. Það er nákvæmlega það sem hefur gerst hjá mér undanfarið og það er svo magnað með það að eins ólíkir vinirnir eru og þeir eru margir. Hvað hver getur gefið af sér er svo misjafnt. Það gildir þó einu í þeirri stöðu sem ég hef verið í þar sem hver og einn hefur gefið þann stuðning sem hægt var að vonast eftir. Ég ákvað að vera þolinmóður og gefa öllu sinn tíma.

Það sem ég lagði upp með að skrifa var það hvernig vinir mínir tækluðu stöðuna. Daginn sem mamma dó og næstu daga létu þau mig öll vita að þau væru til staðar ef þyrfti, en gáfu annars það rúm sem ég þurfti. Þegar ég var að verða viðþolslaus heima brást hver og einn við með sínum hætti. Einn stakk upp á að kíkja og horfa á fótboltaleik, annar pílu, annar hanga yfir video, þriðji spjalla, fjórði sá til þess að ég fengi aðstoð, ráð og stuðning, sem ég klárlega þurfti, og aðrir einfaldlega voru til staðar með því að vera reglulega í sambandi.

Góðir vinir hafa nánast alltaf þá eiginleika að taka sjálfstæða afstöðu til þess sem sagt er við þá. Mínir vinir eru duglegir að velta upp mögulegum ástæðum, lausnum og eru alltaf meðvitaðir um að það eru tvær hliðar á sama peningnum. Góðir vinir stíga líka inn í þegar þeim finnst nóg komið og segja manni hluti sem maður vill ekkert endilega heyra, en þeir fyrirgefa manni líka að taka sjálfstæða ákvörðun þótt hún sé ekki í samræmi við þeirra skoðun. Ég ákvað að hlusta á vinina

Það er ljóst að þegar maður hefur svona vini þá er ansi fátt sem getur bugað mann og ég ákvað að bæta því á markmiðalistann hjá mér að gera einn hlut fyrir sumarið fyrir hverja og eina af þessum manneskjum til að sýna þeim hve þakklátur ég er þeim.

Ég ákvað líka að slaka á og láta hlutina ráðast. Því svo margar ákvarðanir sem ég hef tekið undanfarið hafa fallið um sjálfar sig. það var ekki í mínum höndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar

Höfundur

Óskar
Óskar

38 ára gutti. Faðir þriggja fallegra barna, sonur, bróðir og eflaust eitthvað fleira sem hægt er að klína á mig

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...dscn0840
  • Tríoið mitt
  • ...img_5865
  • Ofsalega ertu skrítinn pabbi
  • IMG_6087

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband