Ráðgjafar götunnar

Kannast þú við manneskjuna sem er alltaf tilbúin til að gefa ráð? Þessa sem veit hvað hún á að ráðleggja þér þótt hún viti ekki staðreyndir málsins, þekkir ekki aðstæður og veit hreinlega ekki hvað hún er að tala um? Þessi manneskja einfaldlega þarf ekki að vita neitt af því að hún veit allt og getur gefið ráð um allt. Þessi manneskja hefur skoðun á öllum og er tilbúin að deila því með þér, en ekki til að segja sína skoðun heldur til að fá þig á sitt band.

Þessi manneskja VERÐUR líka að segja sitt álit og sína hlið algerlega óháð stað og stund. Það skiptir ekki máli hver tímasetning eða staða þín er. Hlið þessarar manneskju skal koma fram óháð því hverjar afleiðingarnar eru fyrir aðra. Þessi manneskja yfirgnæfir yfirleitt flesta aðra þegar hún er í hóp og ef þú ert ósammála þá þarf að ræða það þá og þar sem þú ert óháð því hvort það sé í raun staður eða stund fyrir það.

Ég hef kannast við nokkrar svona manneskjur í gegnum tíðina. Þær hafa oft stjórnast af hvötum sem ég hef aldrei skilið og skelfilega oft hafa þær náð að gera mikinn skaða. Þegar ég var ungur og óharðnaður, nýskilinn eftir langt samband, þá kynntist ég svona manneskju. Í meðvirkni minni elti ég ráð þessarar manneskju og kom það mér í þá stöðu að ég gerði ótrúlegustu mistök og heimskupör. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar og ég hef forðast í lengstu löð að hafa svona manneskjur í mínu lífi. Þegar á reynir þarf maður manneskju sem getur sest niður með þér og metið stöðuna.

Að gefa fólki ráð getur verið ábyrgð og að ráðskast með tilfinningar annara er merki um egið óöryggi. Það að þurfa að hugsa málið, áður en þú segir þína skoðun, sýnir að þú vilt gera vel í því að ráðleggja þeim er leita ráða. Þetta er pæling sem er búin að leita á mig í góðan tíma og ég varð að koma frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar

Höfundur

Óskar
Óskar

38 ára gutti. Faðir þriggja fallegra barna, sonur, bróðir og eflaust eitthvað fleira sem hægt er að klína á mig

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...dscn0840
  • Tríoið mitt
  • ...img_5865
  • Ofsalega ertu skrítinn pabbi
  • IMG_6087

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband